Skrifstofa Endurskoðunar Vestfjarða ehf. á Ísafirði er flutt í nýtt húsnæði. Skrifstofan sem er til húsa að Hafnarstræti 9 flytur sig nú upp á 3. hæð, í aðeins stærra húsnæði sem hýsti áður VesturVerk ehf. Um leið sameinast skrifstofurnar á Ísafirði, en Bjarki Bjarnason, löggiltur endurskoðandi, gekk til liðs við félagið þann 1. febrúar 2020. Starfsemin á Ísafirði er því sameinuð á einn stað og starfa nú 6 starfsmenn á skrifstofunni.
Kær kveðja,
Endurskoðun Vestfjarða.