Endurskoðun Vestfjarða býður víðtæka þjónustu í þeim málum sem snerta fyrirtækjarekstur og einstaklinga. Endurskoðun, gerð árs- og árshlutareikninga, gerð rekstrar- og skattframtala, bókhaldsþjónusta og launavinnsla, rekstraráætlanir, stofnun og slit félaga og önnur ráðgjafaþjónusta.

Persónuleg þjónusta í fyrirrúmi

Við nýtum okkur faglega þekkingu til að ná sem bestum árangri og hagkvæmni fyrir viðskiptavininn. Við erum lítið fyrirtæki með afbragðs þjónustu og aðgang að bestu sérfræðingum hverju sinni. Persónulega þjónusta er í fyrirrúmi og viðskiptavinurinn hefur ávallt greiðan aðgang að starfsfólki.

Lokað föstudaginn 13. október 2017

Vegna árshátíðarferðar starfsfólks verða skrifstofur okkar í Bolungarvík og á Ísafirði lokaðar föstudaginn 13. október. Hægt er að ná í okkur í eftirfarandi símanúmer: Jón Þorgeir 846-0646 Elín 891-7086 Guðmundur 893-0436

read more

Helstu tölur 2017

Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2017. Af tekjum 0 – 834.707 kr. er skatthlutfallið 36,94%. Af tekjum yfir 834.707 kr. er skatthlutfallið 46,24%. Skatthlutfall barna (fædd 2002 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári er 6%. Persónuafsláttur á mánuði er...

read more

Persónuafsláttur 2017

Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Sama gildir um þá sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á...

read more

Staðgreiðsla 2017

Skatthlutfall í staðgreiðslu er 36,94% af tekjum 0 - 834.707 kr. 46,24% af tekjum yfir 834.707 kr. Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 2002 eða síðar, er 6% (4% tekjuskattur, 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 180.000 kr. Persónuafsláttur...

read more

Endurskoðun

Í gegnum tengingu sína við Deloitte fær Endurskoðun Vestfjarða aðgang að nýjustu aðferðum við endurskoðun. Endurskoðun Vestfjarða notar alþjóðlegan hugbúnað sem Deloitte hefur þróað, AS/2, sem tryggir samræmd og öguð vinnubrögð við endurskoðun á alþjóðavísu.

Reikningsskil

Helstu verkefni Endurskoðunar Vestfjarða á sviði reikningsskila eru gerð árs- og árshlutareikninga, ráðgjöf á sviði reikningsskila og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS). Við bjóðum viðskiptavinum okkar faglega og áreiðanlega þjónustu á sviði reikningsskila.  Í gegnum tíðina höfum við byggt upp víðtæka þekkingu og reynslu á starfsumhverfi viðskiptavina okkar.

Skattaráðgjöf

Helstu verkefni Endurskoðunar Vestfjarða á sviði skattaráðgjafar eru skattframtöl einstaklinga og fyrirtækja, skattaskipulagning rekstrar og eigna fyrir einstaklinga og fyrirtæki og aðstoð vegna ágreinings við skattayfirvöld. Deloitte á Íslandi starfar á alþjóðlegum vettvangi.  Með samstarfi okkar höfum við aðgang að skattasérfræðingum Deloitte sem veita ráðgjöf um réttindi íslenskra og erlendra skattaðila, tvísköttunarmál og fleira.

Hafðu samband

Við erum alltaf tilbúin að veita þér aðstoð. Sendu okkur tölvupóst eða hafðu samband við starfsstöðvar okkar:
Bolungarvík í síma 450-7900 • Ísafjörður í síma 450-7910