Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Sama gildir um þá sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið. Í samræmi við breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, voru skattkort lögð af frá og með árinu 2016.
Persónuafsláttur er 52.907 kr. á mánuði á árinu 2017