Reikningsskil

Helstu verkefni Endurskoðunar Vestfjarða á sviði reikningsskila eru:

  • Gerð árs- og árshlutareikninga
  • Ráðgjöf á sviði reikningsskila
  • Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS)

Við bjóðum viðskiptavinum okkar faglega og áreiðanlega þjónustu á sviði reikningsskila. Í gegnum tíðina höfum við byggt upp víðtæka þekkingu og reynslu á starfsumhverfi viðskiptavina okkar.

Deloitte á Íslandi starfar á alþjóðlegum vettvangi. Með því höfum við aðgang að ótakmörkuðum auðlindum Deloitte á heimsvísu sem auðveldar að fylgjast með þróun reikningsskila á alþjóðavísu. Þetta gerir okkur kleift að vera vel upplýst um hvað er að gerast í lagalegu og reikningshaldslegu umhverfi fyrirtækja.

Hjá Deloitte á Íslands starfa tugir sérfræðinga sem eru reiðubúnir til að veita viðskiptavinum sínum faglega ráðgjöf á sviði reikningsskila. Í fjölbreytilegu starfsumhverfi er nauðsynlegt að hafa aðgang að slíkri þekkingu sem sérfræðingar hjá Deloitte geta veitt fyrirtækjum hvort sem þau starfa á innlendum eða erlendum vettvangi.

Nánari upplýsingar um þjónustu Endurskoðunar Vestfjarða veita:
Jón Þorgeir Einarsson, jon@endvest.is og
Bjarki Bjarnason, bjarki@endvest.is