Umhverfisstefna

Endurskoðun Vestfjarða ehf. leggur áherslu á umhverfissjónarmið í starfsemi sinni og vill að þau séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri.

Umhverfisstefna fjallar um innkaup, vinnuumhverfi, starfshætti og meðferð efna og úrgangs.

Markmið:

 • Öllum lögum og reglum um umhverfismál sé fylgt í rekstrinum.
 • Allar ákvarðanir um starfsemi og rekstur séu teknar m.t.t. umhverfissjónarmiða.
 • Efla umhverfisvitund starfsfólks og hvetja starfsfólk til að bera virðingu fyrir umhverfinu.
  Velja frekar umhverfismerktar vörur og þjónustu við innkaup.
 • Stuðla að hagkvæmni við notkun aðfanga og tækjabúnaðar.
 • Endurnota og endurvinna úrgang sem til fellur þegar það er hægt.
 • Tryggja starfsfólki heilsusamleg og örugg starfsskilyrði.

Aðgerðir:

 • Við innkaup skal, þarsem kostur er, velja vörur með viðurkenndum umhverfismerkjum og taka
  tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef þjónusta eða vörur eru
  sambærilegar skal velja þann kost sem telst minnst skaðlegur umhverfinu.
 • Velja skal pappír með vistvæna vottun og draga úr pappírsnotkun eins og kostur er.
 • Velja skal tölvu‐ og skrifstofubúnað með viðeigandi umhverfis‐ og orkusparandi merkingum
  eins og kostur er.
 • Velja skal ræstivörur sem eru merktar með viðurkenndum umhverfismerkjum.
 • Flokka skal endurvinnanlegan úrgang og skila til endurvinnslu í samræmi við settar reglur og
  aðrar leiðbeiningar. Öllum spilliefnum, svo sem rafhlöðum, prenthylkjum og ljósaperum, skal
  fargað á viðeigandi hátt.
 • Starfsfók er hvatt til þess að prenta hvorki né ljósrita að óþörfu. Leitast skal við að endurnýta
  pappír og geyma skjöl frekar á rafrænu formi en pappír þegar það er hægt. Jafnframt skal
  draga úr notkun einnota aðfanga, svo sem borðbúnaðar.
 • Fara skalsparlega með vatn og orkuauðlindir, t.d.skal ekki láta renna vatn að óþörfu og slökkva
  á rafmagnstækjum og ljósum í lok vinnudags. Ennfremur skal fara sparlega með ræstiefni við
  uppþvott og ræstingar.
 • Leitast skal við að velja umhverfisvænar leiðir þegar starfsfólk ferðast og samnýta ferðir þegar
  hægt er. Einnig skal halda fjarfundi þegar það er mögulegt.

Starfsfólk félagsins er hvatt til að kynna sér efni umhverfisstefnunnar, framfylgja henni og taka þátt í
að móta hana til framtíðar.

Samþykkt á stjórnarfundi 13. júní 2023